Jæja þar sem fyrsti mánuðurinn minn í London er svo gott sem búinn þá fannst ég eiginlega tilvalið að blogga um dvölina í London.
London er æðisleg. höfum það á hreinu að Ísland er líka æðislegt. en bara allt öðruvísi.
Var hugsa um áðan hvað ég væri búin að gera af mér þessar 4 vikur sem ég hef verið hérna, því þær eru búin að líða eins og ein vika. Tíminn hérna líður hraðar. Án gríns, það kemur mánudagur, þriðjudagur og svo allt í einu er komin helgi. Sem er gott, því þið vitið hvað þeir segja, time flies when you're having fun.
En hendum okkur í svona punktablogg shitt.
1.skólinn: er rosa fínn. Kláraði fashion styling námskeiðið mitt á föstudaginn, það er búið að vera frekar spennandi að læra svona, en það er búið að heilaþvo mig af hot new trends this autum. svo ef það eru einhverjar spurningar þá bara holla at me! ég er með margar bls. af glósum um trendin í haust og vetur. haha.
Enskubekkurinn er líka fínn, allskonar fólk. skólinn er frá 8-18 eiginlega. því ég þarf að leggja af stað kl.8 í lestina og skólinn byrjar 9 og er til 12.30 og svo aftur frá 14-17.
2. Ég fór á Victoriu og Albert safnið með skólanum, sem er HUGE safn, fórum bara í tískhlutann og vorum í 3klst.
3. Ég fór með pabba og fólkinu í Saga film út að borða á Asia De Cuba og á Prince tónleika í 02 Arena. Sem var geðveikt. Maturinn á Asia var ágætur. Fékk samt besta kokteil sem ég hef smakkað í langan tíma, gingerlemongrass djús kokteill. Prince var líka geggjaður. ég þekkti ekki öll lögin en það skipti engu máli, það var svo góð stemming. hann er svo mikið legend maður. Gamli að detta í 60 árin og er hressari en ég! Svo var legendery myndin Purple Rain að sjálfssögðu keypt, þessi mynd er frekar mikið barn síns tíma en alveg þess virði að kíkja á.
4. ég er búin að fara á café pacifico, sem er uppáhaldsveitingastaðurinn minn í UK. Einhver staður sem allir ættu að fara á þegar þeir fara til london. Besti mexican matur í heimi.
5.Ég er búin að skemmta mér við að vinna mig í gegnum dvd safnið hérna heima, sem er ekki verri kanntinum. sjá meðal annars :
rumour has it. she's the one. Alfie, closer,the queen,american beauty,the notebook,rainmaker,bobby. Áhugavert fyrir ykkur að vita.. ég veit það ekki?
6. Marks and Spencer er nýja uppáhalds matarbúðin mín ásamt Sainsburry's. Það er M&S búð hjá bond station sem er svona 5 skref frá skólanum. Held að starfsfólkið sé byrjað að þekkja mig, hún er víst sjúklega dýr en maður fær svona fullfilling máltíð fyrir daginn á 600kr. sem það ekki gerast í 10-11 heima.
7.Lestirnar, ég veit ekki hversu mörgum klst. ég er búin að eyða í lestunum hérna, þær eru upp til hópa ágætar, nema þegar maður fær ekki sæti snemma á morgana, er kannski með tvær fulla töskur,vatns flösku og að reyna lesta METRO blaðið og að reyna að halda sér í. Það getur verið skrautlegt. mér finnst samt fátt skemmtilegra en að skoða fólkið í lestunum.
8.Ég er búin að fara í shopping með Karen, við fórum í tvær búðir og við vorum svona 6 klst í bænum með út að borða. Topshop og Urban outfitters.. svo málið. Ég keypti samt ekkert það mikið. Fórum svo að sjálfssögðu í sweet factory í Topshop og keyptum nammi eins og enginn væri morgundagurinn. Fengum okkur svo að borða á Wagamama.
9. Ég hitti líka Hrönn sætu, fórum í Notting Hill og skoðum alls konar vintage búðir og fengum okkur geðveikan tælenskan mat.
10. ég er búin að finna mitt uppáhalds á starbucks. Chai Tea Latte og Belgian Chocolate cornflake cake og svo lemon water. Mögulega það besta í heimi, þú finnur sko hvernig kílóin leggjast á þig á meðan maður borðar kökuna.. en hún er svo GÓÐ.
11. Ég er líka búin að kíkja aðeins í la cinéma, fór á Knocked up, 3.10 to YUMA og Bourne Ultmatum eða eitthvað álíka, jason bourne númer 3.. þið þekkið þetta!
12. ég er búin að kíkja í tvö partí og hef ákveðið að gefast upp á því að segja alvöru nafnið mitt. Ég hef verið kölluð Holly.. sem er rosa smart. Fór í 100+ partí í gær og það voru kannski 2 sem gátu sagt eitthvað sem líktist nafninu mínu.. en ég meina, holly er alveg kúl. hah
Ég ætla að ekki að drepa ykkur úr leiðindum.
Nennið þið að kommenta annars er ég bara að gera þetta að tilgangslausu.
myndir er að finna á www.flickr.com/photos/hilrag og www.flickr.com/photos/13922811@N06.
og svo maður gleymi ekki ég elska kanye west. ef ég kem heim svört. ekki panica.
ég er búin að panta miða fyrir mig og hilla frænda á kappann sjálfann í nóvember og það sem gleður mig enþá meira að segja að Linda og Sigga ætla að koma líka. Það verður AWESOME!
Njótið vel og lengi.
Holly?
Saturday, September 22, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
get ekki sagt annað en að það gleðji mig fáranlega mikið líka að vera að koma! hlakka til að sjáþig:D
Shit Hildur, þú átt eftir að gera ótrúlega margt! Tjékkaðu t.d. á hoxton square - þar er hoxton bar and kitchen - ódýr matur á kvöldin og þokkalega góður. Svo þegar aðeins líður á kvöldið breytist þetta í heitasta skemmtistað í Lundúnaborg. No joke.
Mundu svo að skilríki eru aldrei issue í London - bara spurning um að bulla nógu fokking ass mikið. Ég og sól vorum orðnar VIP á ótrúlegustu stöðum í London - enda blaðamenn með svakalega reynslu.
Svo er bar music hall - á old street. Geðveikur skemmtistaður. Svo er Legion þar við hliðina sem þú verður að tjékka. Sérstaklega á þriðjudagskvöldum. Þá er svona karíókí night (sounds lame) sem er án gríns það skemmtilegasta sem ég hef gert. Við vorum reyndar alveg frekar mörg, en trúðu mér, ef þú getur safnað einhverjum peepz til að fara með þér þá er þetta það skemmtilegasta sem hægt er að gera.
Ef þér finnst ég leiðinleg láttu mig vita - ef þú vilt vita meira er ég með mail. olof@dontbenaked.com
haha
skemmtu þér vel í london - þetta er ógeðslega skemmtileg borg.
Kær kveðja frá New york city,
ólöf
p.s. það er aldrei röng ákvörðun að taka leigubíl - þessu lugum við Sól allavega að okkur þegar við bjuggum þarna.....
holly! NICE! hlakka svo til að sjá þig! og kanye félaga minn. vertu svo dugleg að blogga!
Post a Comment