Wednesday, October 20, 2010



ég er strax farin að hafa miklar áhyggjur af útskriftardressi.
Kannski smá lúxus vandamál og fullsnemmt að hafa áhyggjur af þessu, en tíminn líður svo rosalega (og ógnvekjandi) hratt. Október liggur við að klárast, nóvember jafn fljótur að líða. Dimission, próf og svo bara BAMM. Útskrift. Fack.

ég veit líka engan veginn af hverju ég er að leita, er að bíða eftir að kjóllinn komi til mín. hee hee

í hverju munduð þið/ útskrifuðust þið?
Mér finnst skortur á kommentum.
Share your thoughts ppl!
x, hilrag.

12 comments:

frida said...

er þessi á myndinni ekki bara tilvalinn haha

The Bloomwoods said...

haha þessi kjóll er snilld!
gætirðu ekki reynt að næla þér í útskriftarkjól frá Lanvin H&M?
ég ætla allavegana að reyna að fá árshátíðarkjól! :)
H

Edda said...

Sama vandamál hérna megin! Er að útskrifast um jólin og veit EKKERT hvar ég á að leita eða í hverju mig langar að vera í. En þú gafst mér góða hugmynd með myndinni haha ;)

birta said...

ég útskrifaðist í fyrstu og einu fínu merkjaflíkinni sem ég keypti mér, marc jacobs-kjól sem mér þykir ofsalega vænt um. ef ég væri að útskrifast núna myndi ég sennilega bara vera í einhverjum einföldum svörtum kjól og kaupa mér frekar EPÍSKA marglitaða spariskó.
annars er ég viss um að þú verður fab, sama hvað þú velur. værir sennilega stórglæsileg þó að dressið væri svartur ruslapoki!

Erna Hrund said...

ég útskrifaðist í heiðbláum plíseruðum vintage kjól sem ég keypti 15 mánuðum áður en ég útskrifaðist svo þar er aldrei of snemmt að byrja;)

Hér er minn kjóll:

http://www.facebook.com/photo.php?fbid=1122323232570&set=a.1486107806957.63684.1661766138&ref=fbx_album

gangi þér vel elsku** knús!

Sara said...

úff er í sama pakkanum hér! er soldið að pæla að sjá hvernig lanvin for H&M línan verður.. :)

StyleSteady said...

er í nákvæmlega sama pakka! samt svo spennandi :)

ólöf said...

ég útskrifaðist sem stúdent í mjög basic svörtum kjól og notaði við svarta lakkskó úr Topshop, peysu úr Liborious og þunnar sokkabuxur..

og úr Myndlistaskólanum útskrifaðist ég í fölbleikum "yfir bikiní" kjól úr H&M (eða Topshop, minnir samt H&M)..með mintugrænum Kron by Kron Kron og naglalakki ístíl;)

þú þarft engar áhyggjur að hafa af þessu, þetta verður snilld

Anna Margrét said...

EPÍSKUR FJÓLUBLÁR SAMFESTINGUR ÚR SPÚÚÚÚTNIK!

(já hann var svo crazy að ég þurfti að skrifa þetta í capslock)

Þetta var svo brjálað lúkk að ég get ekki séð eftir því. Þó ég horfi tilbaka og fæ smá hroll. Ég var illa flottust í honum ÞÁ. Það er allt sem skiptir máli. Vá svo verður svo sátt með að þetta stúdents drasl sé búið að þú munt kafa í kampavínið og kvöldið fer í móðu. Það var næs.

Thorhildur Thorkelsdottir said...

Held að eitthvað plain,fallegt og timalaust sé málið. Maður á nú eftir að eiga þessar myndir/minningar lengi lengi. Splæsa svo frekar í einhverja crazy skó. Það er planið hjá mér allavegna held ég. Hlakka til að sjá hvernig leit þín endar!

x

wardobe wonderland said...

Ég myndi útskrifast í einhverju stykki! Það getur verið e-ð tímalaust en það má alveg vera trendý!

Ég held einmitt að það sé ótrúlega skemmtilegt að lýta til baka og sjá hvað maður var hallærislegur
Maður verður að hafa húmor fyrir sjálfum sér og tískunni =)

Gangi þér vel að finna réttu flíkina !

-alex

Ása Ottesen said...

Ég gæti allavega ekki valið mér kjóla hérna heima...úff það er ekkert í boði :) Annars myndi ég vilja vera í flík úr Aftur og svörtum skóm...En það er bara ég og Aftur kostar aðeins of mikið....Arrrgggg

Gangi þér vel að finna ...:)