Monday, November 5, 2007

remember remember the fifth of November,
Gunpowder,treason and plot.
I see no reason for the gunpowder, treason,
should ever be forgot.

happy Guy Fawkes day !

Friday, October 19, 2007

tileinkað siggu ragnars.

Langt síðan ég bloggaði.
Af hverju? Jú af því að hleðslusnúran mín varð ónýt... allt í lagi með það, ég ákvað að fara spes ferð niðrá Oxford Circus í Apple búðina til að kaupa nýja. En nei. Hún var UPPSELD og gæinn vissi ekki einu sinni hvenær þeir mundu fá þær aftur.. hvar annars staðar í heiminum en Bretlandi er eitthvað svona? Ekki neins staðar. Það er allt uppselt hérna.. svo er ekkert verið að flýta sér að redda meira sko.. En ég elska samt Bretland.
Ekkert mál, ég lifi alveg af að fara ekki á netið og svona.. Ég horfi bara á dvd mynd.. nei bíddu ég geri það í tölvunni minni. Ok, þá hlusta ég bara á tónlist og teikna.. Neii.. bíddu öll tónlistin mín er í tölvunni og ég get ekki hlaðið ipodinn. Ég er grunsamlega mikið tengd tölvunni minni.

Annars er allt gott að frétta.

Ég fór á Damien Rice. Sem var geðsjúklega góður. Þessi drengur er svo mikill meistari að það er varla hægt að segja það. Hann var rosa hress og talaði rosa mikið og spilaði stanslaust í 2,30 klst. Ljósin voru geðveik og sviðið. Og svo tók hann lag og sendi út til Burma (enginn annar en Damien Rice mundi gera svoleiðis.)
Nokkrir gullmolar sem hann sagði:
There's always value to everything.
Thank you guys for being here.. now I was able to buy a house!
Var að tala um Grey Room lagið á 9. Well, there go. Writing another fucking depressing song!

Imagine on your 13th birthday you get 100 million pounds and you're like thank you very much and the day after you find another 100m pounds and the day after that, and the day after that..everywere you go find another 100m. pounds.. in your pillowcase, in your wardrobe. And you're like Thank you very much but What the fuck am I supposed to do with this?
And everybody is saying you got to spend that money wisely young man, dont spend on stupid things.. and You think.. well I guess I've to spend it someday and you want to buy the things..the things when you want to buy when you're 13. It's just like that with guys and spurm.

Fór á Kingdom. hún er geðveik.
fór á Control. Hún var rosa góð líka. Ég elska Joy Division eftir þessa mynd.
Við héldum matarboð hérna í Kew. myndir frá því á www.flickr.com/photos/hilraginuk.

Fór í heimsókn til íslands.. það var fyndið. Mætti heim og það var enginn heima.. smá vandræðalegt.
Ísland var kalt en það var ágætt að sjá fésið á öllum.. ég fór meira segja að grenja og alles.

Annars var ég að koma heim frá NYC. Fyrsta skiptið til USA. Það var rugl gaman.
Mig langar að eiga heima þar einhvern tímann.
fór í búðir.
fór í empire state. 86 hæðir takk fyrir,góðan daginn. ég fékk hellu í lyftunni á leiðinni upp. ehe.
fór á hard rock einum of oft.
fór á Hairspray söngleik. skemmtilegur en mega american.
fór á moma ( Museum of Modern Art.) sá Andy Warhol og fleiri góða kappa.
Gerði mig að algjöru fífli í Bloomingdales ( passið ykkur á glerhurðunum.)
sá Trump turninn, húsið hans Johns Lennon,Juliard,NYU og Parsons.
mjög gaman, mjög gaman. klikkaði reyndar á því að kaupa I LOVE NY bol en ég meina..

Kaldur hversdagsleikinn tekinn við... en það er bara fínt!
Magga Berg á leiðinni til London um helgina, ekki leiðinlegt.
Styttist líka í meistara Kanye og Hilmar-siggu og Lindu. Það verður SICK.

Hef bara ekkert meira að segja,
minni á myndirnar.
www.flickr.com/photos/hilrag
www.flickr.com/photos/hilraginuk
www.flickr.com/photos/14938807@N06/
ég er nískt og vil ekki eyða í alvöru flickr. síðu.

peacer.

Tuesday, October 2, 2007

chick habit.

heihó.
Ein önnur vikan er búin í London. Ég átti mig á því að seinasta blogg.. var aðeins of langt, svo ég ákvað bara að gera fleiri og styttri blogg. Sounds goooood? Veit það ekki..

í seinustu viku fengum við nýjan kennara.. Hann heitir Gareth og hann er svo öfugur að það er æðislegt. Hann lærði drama og acting og það líður ekki klst í ensku að hann stökkvi upp og stígi nokkur dansspor og syngi um pharsal verbs. Hann er hress strákur.
+Við fengum líka bekkjarfélaga með annars dreng sem hefur farið til Íslands ( mér finnst bara skemmtilegt að hitt þannig fólk) og hann fór á KB og sagði að það hefði verið skemmtilegasti klúbbur sem hann hefði farið á so far. ( ég varð mega sátt og um leið langaði mig rosalega á KB að dansa..)
+Ég byrjaði líka í nýjum plus course, sem er Art and Design, ég hef þokkalega trú á því. Byrjar þó rólega og er bara tvisvar í viku og er leeeengst í burtu.. eeeen ég meina hey! Ég og Juliana sem er með mér í ensku class tókum lestina og strætó saman í fyrsta tímann.. og náðum að finna þetta á sirka 2 klst. well done team. Allt í lagi með það.

Svo daginn eftir fór ég ein. Ekkert mál að fara með tube-inu og svo tek ég strætó og svo er ég búin að vera í strætó í svona 20 mín og er að bíða eftir því að stöðin mín komi.. svo keyrum við áfram og áfram.. og ég er alveg hætt að kannast við mig.. ég ákvað náttúrlega að vera hetja og fer út og byrja að labba til baka.
Ég get svo svarið það ég hefði getað verið hvar sem er á hnettinum.. það voru bara niðurnídd hús þarna og mjög mikið af grunsamlegum týpum (sem voru nú ekkert að ónáða mig, bara svona til að gera söguna meira áhrifamikla.) og svo mætti ég hóp af svörtum stelpum.. sem töluðu allar eins og gellurnar í laginu workout plan með Kanye West ( heyyy giiiirl, suuup giiirl. yo, i finally got my shitt back together, I'm the buuuulllettt quuuuueeen!)
það fannst mér afskaplega fyndið. En ég fann svo skólann af lokum.
Á fimmtudeginum ákvaðum við Karen ásamt öllum íslendingum í London held ég að vera menningarlegar og skelltu okkur á garðar thor.
Sem er án gríns, í topp10 það steikasta sem ég hef gert á ævinni. Við fórum í Barbican höllina. komum alltof seint. Týndum miðunum okkar. Vorum einum of nálægt því alltof oft að fá óstöðvandi hláturkast. Borðum nammi með fagmannlegum hætti ásamt Jóhanni. Konan sem sat fyrir framan okkur ætlaði að myrða okkur. En ef einhver andaði of hátt í salnum var hún komin með augun á hann. Hún var augljóslega fan!
Eftir tónleikana fóru Jóhann og pabbi á kostum í kastljósinu. Ég hitti Daða.
við enduðum þetta svo eins og alvöru íslendingar að koma af djamminu og fórum á kfc.

Á föstudeginum fórum ég, Linda og Karen á Gwen stefani tónleikana í Wembley.. sem voru með BESTU tónleikum sem ég hef farið á. Hún er svo mikill meistari. Hef aldrei séð svona flott show og góðan performance. Hún er leeegend. Mér fannst samt best þegar hún ákvað allt í einu að taka sprettinn um alla höllina.. shitt. hún er í rugl góðu formi! Og harakuru stelpurnar eru æðislegar. Ég og karen stöndum okkur alltaf jafn vel í að vera fyndnar saman og keyptum okkur gwen stefani hálsmen.. og ég keypti límmiða.. það var mikið hlegið af okkur.

Á laugardeginum neyddumst, bendi á neyddumst við til að fara í shopping. Fórum á High Str. Kensington.. sem er mega nice..
Ég náði að sjálfssögðu að eyða einhverjum pundum. keypti meðal annars þessa ótrúlega nettu filmumyndavél sem tekur fjórar myndir í einu.. grunsamlega kúl.
Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket Fórum svo út að borða með Antonie og Ramy á Wagamama.

smellti mér á Michael Clayton með pabba og soffu. Veit ekki hvort mér fannst hún leiðinleg eða skemmtileg, en það hefði enginn púllað þetta af nema Clooney.

núna rignir eins og enginn sé morgundagurinn og ég er búin að vera henda í mig chai tea latte og kjúklingasúpu á Pret eins og ég fái borgað fyrir það. Ég er alltaf að frjósa í tímum og það eru allir svo hissa á því hvernig mér geti verið kalt þar sem ég sé frá ÍSlandi. Ég elska svona.

Planið er svo næstu helgi að fara á Damien Rice tónleika í Wembley arena. very nice.

Eigum við eitthvað að ræða að það seldist upp á spice girls á 38 sek.? 38 SEK!!!
eða.. svo segir METRO allavega. Bara rugl.. mig langar samt.

Muffintop? getið þið giskað á hvað það þýðir? HLIÐARSPIK. ekki segja svo að maður læri ekki neitt hjá Gareth.

Peace.

Saturday, September 22, 2007

yeah.

Jæja þar sem fyrsti mánuðurinn minn í London er svo gott sem búinn þá fannst ég eiginlega tilvalið að blogga um dvölina í London.
London er æðisleg. höfum það á hreinu að Ísland er líka æðislegt. en bara allt öðruvísi.
Var hugsa um áðan hvað ég væri búin að gera af mér þessar 4 vikur sem ég hef verið hérna, því þær eru búin að líða eins og ein vika. Tíminn hérna líður hraðar. Án gríns, það kemur mánudagur, þriðjudagur og svo allt í einu er komin helgi. Sem er gott, því þið vitið hvað þeir segja, time flies when you're having fun.
En hendum okkur í svona punktablogg shitt.
1.skólinn: er rosa fínn. Kláraði fashion styling námskeiðið mitt á föstudaginn, það er búið að vera frekar spennandi að læra svona, en það er búið að heilaþvo mig af hot new trends this autum. svo ef það eru einhverjar spurningar þá bara holla at me! ég er með margar bls. af glósum um trendin í haust og vetur. haha.
Enskubekkurinn er líka fínn, allskonar fólk. skólinn er frá 8-18 eiginlega. því ég þarf að leggja af stað kl.8 í lestina og skólinn byrjar 9 og er til 12.30 og svo aftur frá 14-17.
2. Ég fór á Victoriu og Albert safnið með skólanum, sem er HUGE safn, fórum bara í tískhlutann og vorum í 3klst.
3. Ég fór með pabba og fólkinu í Saga film út að borða á Asia De Cuba og á Prince tónleika í 02 Arena. Sem var geðveikt. Maturinn á Asia var ágætur. Fékk samt besta kokteil sem ég hef smakkað í langan tíma, gingerlemongrass djús kokteill. Prince var líka geggjaður. ég þekkti ekki öll lögin en það skipti engu máli, það var svo góð stemming. hann er svo mikið legend maður. Gamli að detta í 60 árin og er hressari en ég! Svo var legendery myndin Purple Rain að sjálfssögðu keypt, þessi mynd er frekar mikið barn síns tíma en alveg þess virði að kíkja á.
4. ég er búin að fara á café pacifico, sem er uppáhaldsveitingastaðurinn minn í UK. Einhver staður sem allir ættu að fara á þegar þeir fara til london. Besti mexican matur í heimi.
5.Ég er búin að skemmta mér við að vinna mig í gegnum dvd safnið hérna heima, sem er ekki verri kanntinum. sjá meðal annars :
rumour has it. she's the one. Alfie, closer,the queen,american beauty,the notebook,rainmaker,bobby. Áhugavert fyrir ykkur að vita.. ég veit það ekki?
6. Marks and Spencer er nýja uppáhalds matarbúðin mín ásamt Sainsburry's. Það er M&S búð hjá bond station sem er svona 5 skref frá skólanum. Held að starfsfólkið sé byrjað að þekkja mig, hún er víst sjúklega dýr en maður fær svona fullfilling máltíð fyrir daginn á 600kr. sem það ekki gerast í 10-11 heima.
7.Lestirnar, ég veit ekki hversu mörgum klst. ég er búin að eyða í lestunum hérna, þær eru upp til hópa ágætar, nema þegar maður fær ekki sæti snemma á morgana, er kannski með tvær fulla töskur,vatns flösku og að reyna lesta METRO blaðið og að reyna að halda sér í. Það getur verið skrautlegt. mér finnst samt fátt skemmtilegra en að skoða fólkið í lestunum.
8.Ég er búin að fara í shopping með Karen, við fórum í tvær búðir og við vorum svona 6 klst í bænum með út að borða. Topshop og Urban outfitters.. svo málið. Ég keypti samt ekkert það mikið. Fórum svo að sjálfssögðu í sweet factory í Topshop og keyptum nammi eins og enginn væri morgundagurinn. Fengum okkur svo að borða á Wagamama.
9. Ég hitti líka Hrönn sætu, fórum í Notting Hill og skoðum alls konar vintage búðir og fengum okkur geðveikan tælenskan mat.
10. ég er búin að finna mitt uppáhalds á starbucks. Chai Tea Latte og Belgian Chocolate cornflake cake og svo lemon water. Mögulega það besta í heimi, þú finnur sko hvernig kílóin leggjast á þig á meðan maður borðar kökuna.. en hún er svo GÓÐ.
11. Ég er líka búin að kíkja aðeins í la cinéma, fór á Knocked up, 3.10 to YUMA og Bourne Ultmatum eða eitthvað álíka, jason bourne númer 3.. þið þekkið þetta!
12. ég er búin að kíkja í tvö partí og hef ákveðið að gefast upp á því að segja alvöru nafnið mitt. Ég hef verið kölluð Holly.. sem er rosa smart. Fór í 100+ partí í gær og það voru kannski 2 sem gátu sagt eitthvað sem líktist nafninu mínu.. en ég meina, holly er alveg kúl. hah


Ég ætla að ekki að drepa ykkur úr leiðindum.
Nennið þið að kommenta annars er ég bara að gera þetta að tilgangslausu.
myndir er að finna á www.flickr.com/photos/hilrag og www.flickr.com/photos/13922811@N06.

og svo maður gleymi ekki ég elska kanye west. ef ég kem heim svört. ekki panica.
ég er búin að panta miða fyrir mig og hilla frænda á kappann sjálfann í nóvember og það sem gleður mig enþá meira að segja að Linda og Sigga ætla að koma líka. Það verður AWESOME!


Njótið vel og lengi.

Holly?

Saturday, August 25, 2007

ehe.


bloggeríbloggeríblogg.
ég flyt til london á morgun.
svona ef enginn var búin að heyra mig tala um það.
haha.
viva la bretland!
ég er næstum því búin að pakka..
næstum því búin að kveðja alla.
en ég er enginn veginn að fatta að þetta sé loksins að verða að veruleika.
Ég held ég eigi nú samt eftir að sakna Íslands..
ÍSLAND BEST Í HEIMI.