heihó.
Ein önnur vikan er búin í London. Ég átti mig á því að seinasta blogg.. var aðeins of langt, svo ég ákvað bara að gera fleiri og styttri blogg. Sounds goooood? Veit það ekki..
í seinustu viku fengum við nýjan kennara.. Hann heitir Gareth og hann er svo öfugur að það er æðislegt. Hann lærði drama og acting og það líður ekki klst í ensku að hann stökkvi upp og stígi nokkur dansspor og syngi um pharsal verbs. Hann er hress strákur.
+Við fengum líka bekkjarfélaga með annars dreng sem hefur farið til Íslands ( mér finnst bara skemmtilegt að hitt þannig fólk) og hann fór á KB og sagði að það hefði verið skemmtilegasti klúbbur sem hann hefði farið á so far. ( ég varð mega sátt og um leið langaði mig rosalega á KB að dansa..)
+Ég byrjaði líka í nýjum plus course, sem er Art and Design, ég hef þokkalega trú á því. Byrjar þó rólega og er bara tvisvar í viku og er leeeengst í burtu.. eeeen ég meina hey! Ég og Juliana sem er með mér í ensku class tókum lestina og strætó saman í fyrsta tímann.. og náðum að finna þetta á sirka 2 klst. well done team. Allt í lagi með það.
Svo daginn eftir fór ég ein. Ekkert mál að fara með tube-inu og svo tek ég strætó og svo er ég búin að vera í strætó í svona 20 mín og er að bíða eftir því að stöðin mín komi.. svo keyrum við áfram og áfram.. og ég er alveg hætt að kannast við mig.. ég ákvað náttúrlega að vera hetja og fer út og byrja að labba til baka.
Ég get svo svarið það ég hefði getað verið hvar sem er á hnettinum.. það voru bara niðurnídd hús þarna og mjög mikið af grunsamlegum týpum (sem voru nú ekkert að ónáða mig, bara svona til að gera söguna meira áhrifamikla.) og svo mætti ég hóp af svörtum stelpum.. sem töluðu allar eins og gellurnar í laginu workout plan með Kanye West ( heyyy giiiirl, suuup giiirl. yo, i finally got my shitt back together, I'm the buuuulllettt quuuuueeen!)
það fannst mér afskaplega fyndið. En ég fann svo skólann af lokum.
Á fimmtudeginum ákvaðum við Karen ásamt öllum íslendingum í London held ég að vera menningarlegar og skelltu okkur á garðar thor.
Sem er án gríns, í topp10 það steikasta sem ég hef gert á ævinni. Við fórum í Barbican höllina. komum alltof seint. Týndum miðunum okkar. Vorum einum of nálægt því alltof oft að fá óstöðvandi hláturkast. Borðum nammi með fagmannlegum hætti ásamt Jóhanni. Konan sem sat fyrir framan okkur ætlaði að myrða okkur. En ef einhver andaði of hátt í salnum var hún komin með augun á hann. Hún var augljóslega fan!
Eftir tónleikana fóru Jóhann og pabbi á kostum í kastljósinu. Ég hitti Daða.
við enduðum þetta svo eins og alvöru íslendingar að koma af djamminu og fórum á kfc.
Á föstudeginum fórum ég, Linda og Karen á Gwen stefani tónleikana í Wembley.. sem voru með BESTU tónleikum sem ég hef farið á. Hún er svo mikill meistari. Hef aldrei séð svona flott show og góðan performance. Hún er leeegend. Mér fannst samt best þegar hún ákvað allt í einu að taka sprettinn um alla höllina.. shitt. hún er í rugl góðu formi! Og harakuru stelpurnar eru æðislegar. Ég og karen stöndum okkur alltaf jafn vel í að vera fyndnar saman og keyptum okkur gwen stefani hálsmen.. og ég keypti límmiða.. það var mikið hlegið af okkur.
Á laugardeginum neyddumst, bendi á neyddumst við til að fara í shopping. Fórum á High Str. Kensington.. sem er mega nice..
Ég náði að sjálfssögðu að eyða einhverjum pundum. keypti meðal annars þessa ótrúlega nettu filmumyndavél sem tekur fjórar myndir í einu.. grunsamlega kúl.
Fórum svo út að borða með Antonie og Ramy á Wagamama.
smellti mér á Michael Clayton með pabba og soffu. Veit ekki hvort mér fannst hún leiðinleg eða skemmtileg, en það hefði enginn púllað þetta af nema Clooney.
núna rignir eins og enginn sé morgundagurinn og ég er búin að vera henda í mig chai tea latte og kjúklingasúpu á Pret eins og ég fái borgað fyrir það. Ég er alltaf að frjósa í tímum og það eru allir svo hissa á því hvernig mér geti verið kalt þar sem ég sé frá ÍSlandi. Ég elska svona.
Planið er svo næstu helgi að fara á Damien Rice tónleika í Wembley arena. very nice.
Eigum við eitthvað að ræða að það seldist upp á spice girls á 38 sek.? 38 SEK!!!
eða.. svo segir METRO allavega. Bara rugl.. mig langar samt.
Muffintop? getið þið giskað á hvað það þýðir? HLIÐARSPIK. ekki segja svo að maður læri ekki neitt hjá Gareth.
Peace.
Tuesday, October 2, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
oh ertu að grínast. kanye vs. spice girls?? spæsið á klárlega vinninginn. svona getur maður verið vitlaus..
god byrjun
Post a Comment