Tuesday, January 22, 2008

ég trúi EKKI að Heath Ledger sé dáinn.
Kallið mig plebba, en ég er í sjokki. 

Monday, January 21, 2008


Mér finnst eiginlega hálf glatað að það eigi að rífa hálfan laugarveginn.
Ég og Auður höfum hótað að koma ekki til íslands aftur nema þeir hætti við, en ekkert gengur.
annað sem er glatað, borgarstjórnin í Reykjavík? Ég er hætt að reyna fylgjast með þessu. 
eitt sem er ekki glatað, að foundation course biður um 59-64 í toefl score og ég fékk 88. Rúst!
annað, stormur á íslandi, 13 stiga hiti hér. Sweetmama. 
eitt sem er á milli þess að vera glatað og ekki glatað, fjarnámið byrjar á morgun. JÍBBÍ!
ætla að posta með þessu fráááábæra bloggi mínu nokkrum vel völdum myndum, 

                                                Mikael átti afmæli og við fórum að með hann í búðarleiðangur og hann mátti ekki svo hvert við værum að keyra. Smooth! 
viðurstyggilega vont croissant frá starbucks. 
vá.
ég elska hvað ég er FAB bloggari. 
áfram ísland, jíbbí kóla og allur pakkinn.
gaman,saman, með kims. 
peace!

Wednesday, January 16, 2008

ég hef endurskoðað ákvörðun mína um að hætta að blogga. 

ég byrjaði  í life drawing í dag. ég fékk að teikna algjörlega nakinn breskan karlmann að nafni Thomas, hann var þar að auki með keppnisbjórbumbu. Er hægt að biðja um meira?

annars bind ég ágætis vonir við þetta ár ( enda var eitt af áramótaheitunum að vera meira jákvæð)
Fía var í LONDON hérna um daginn. það var rosa fjör. fórum á café pacifico, mér til mikillar ánægju

tókum enga mynd af okkur saman af því við erum glataðar. en við erum hins vegar mjög metnaðarfullar  í að eyða pening. 

JUSTICE tónleikar í febrúar og ekki má gleyma vini mínum honum Mika. 

fjarnámið byrjar í næstu viku, jarðfræði franska og saga here I fucking come. 

gaman að segja frá því að ég var á leiðinni heim í lestinni um daginn, og það var gella sem var ansi hress á KANTINUM, alltaf að missa hausinn og augun blóðsprungin, gerði margar tilraunir til að lesa blaðið en gekk ekki svo vel. Stoppum svo á piccadilly, hún stekkur út og sprayar ælu yfir allt platformið. Það er keppnis krakkar, keppnis. 

það er mitt aðal hobby núna að tjilla á facebook og pota í fólk. skemmtilegast í heimi. 

annars hef ég nánast ekkert að segja, 
mæli með : 
Leonard Cohen, I'm your man diskinum. 
Róisín Murphy, Overpowered. 

loveandpeace, hilrag.

p.s þetta blogg er tileinkað fíu.