Monday, September 28, 2009


Kæra dagbók, þegar ég er orðin fullorðin ætla ég að eiga rosarosa mikið pening og eiga sérherbergi fyrir öll fallegu fötin mín.

Ah, stundum væri óskandi að eiga milljónir sem færu BARA í föt.
Myndir frá pixiemarket, allsaints,hm,jeffrey campbell & wildfox.

Góður status í Berlín annars, training days byrja á miðvikudaginn og búðin opnar svo 8.okt!

Fengu að vísu aldrei Torrini miðana okkar og virðist svo ekki heldur fá endurgreitt.
Helvítis svikarar á ticketmaster. Góður 11 þús í ekki neitt. YES!

Verið góð við allt og alla þá gengur allt svo miiiklu betur.

Ást og friður frá Berlín, Hilrag.

























Wednesday, September 23, 2009


H&M divided exclusive línan kemur í búðir á morgun.
Ég er ástfangin af þessum flíkum, hægt að skoða meira á nitrolicious.com
PLEASE KOMA Í BÚÐIRNAR Í BERLÍN.
ást og friður, hilrag.












Monday, September 21, 2009


  • Fara á pósthúsið.
  • fara í ekki eina, ekki tvær heldur 3 matarbúðir.
  • Taka til,þurrka af, ryksuga, brjóta þvott, skipta um á rúminu.
  • Gera fyrstu tvær vikurnar í ensku 303.
  • Byrja að lesa The Hobbit
  • Elda asian from scratch. ( hann var meira segja góður á bragðið! BOOYAH!)
  • setja í þvottavél.

AH, ég vera þreyttur kisi, en duglegur kisi.
Finnst ég verðskulda einn ef ekki tvo þætti af 24.

Fyrsti ALLSAINTS hittingur á morgun, spennandi.
Nema ég veit ekki í hverju ég á að vera.. hmm.

Ást og friður frá Berlín,
Hilrag aka super-kisi!


Thursday, September 17, 2009

HYPE









AH, lovely lovely ladies.
ást og friður frá Berlín, Hilrag.

Tuesday, September 15, 2009

15.09.2009







Seinustu dagar :

Ku'dammmmm.
rölt í Mitte.
Starbucks
Mexican food.
Vondir mojito.
Oddur afmæli
Búa til karl. ( sjá mynd, ehe.)
Fara í photoautomat ( sjá mynd, ehehe. )
Fara í bíó í fyrsta skipti í Berlín. I LUV ZE CINEMA. Fórum í sonycenter á Potsdamer Platz á Taking Woodstock. Viiirkilega næs bíó, fengum propper munch og fáranlega þægileg sæti.
Myndin var líka skemmtileg, hefði ekkert hatað að fara á Woodstock.

Stofna bankareikning, senda póstkort, lesa þýsk glamour ( well þykjast lesa, aðallega skoða myndir, kaupa í matinn, skoða í búðir, óska eftir að eiga geðveikt mikinn pening, safna 50centum fyrir þvottavélina ( fokkin'þvottavél.) Muncha tictac, baka pizzu, reyna að safna hári.

Ég er að reyna safna hári og það er bara PLEUGH. Það er hvorki stutt né sítt, það bara er þarna. Reyndi að french-braida það með hjálp youtube myndbanda. Epic fail.

Ég fann draumadraumadraumakjólinn í h&m áðan. Þessi leður með rennilásnum ( sjá blogg fyrir neðan , maha. ) Mátaði hann, freakin passaði ekki, þeir voru allir of stórir. Sjaldan verið jafnsvekkt. Hann kostaði "bara" 30 euros! Damn.


Meh, ég heng á allsaints og læt mig dreyma um hvaða föt ég ætla að velja sem uniform.

Blah. Byrja að læra á morgun.. ég lofa.

ást og friður frá Berlín, Hilrag.





Thursday, September 10, 2009

10.09.09

eftir að hafa lesið alltof mörg tískublogg og hangið vandræðalega mikið á Lookbook, hef ég ákveðið að byrja að blogga aftur, see how it goes.

Lífið í Berlín er frábært, bleiki liturinn á stofunni er m
eira segja farin að venjast og er ekki frá því að mér finnist hann bara frekar kúl núna ( Ég & Oddur höfum allavega notað hann óspart sem background á lookbook.)

Ég "datt" inná þýsku H&M síðuna og ég var komin til himnaríkis. Guð, hvað það er til mikið af fallegum fötum. Stal nokkrum myndum af henni.

Núverandi þráhyggja ; Pretzel, hawaiin punch, saltfiskar, 24, florence and the machine, rufus wainwright, the gossip og resturant city.

Ást og friður frá Berlín, Hilrag.