Sunday, June 8, 2008

love.

Ég er búin að vera með hræðilegt munnangur í viku eða tvær.. eina sem virðist virka er METYLRÓSANILIN 0,5%. dökkfjólublár ógeðsvökvi sem ég er viss um að einhver kannast við. Hvað með það.. ég missi lokið af því á gólfið inná baði og BAMM það slettist á vegginn og buxurnar mínar og hendina mína, ég næ að þurrka það af með einstökum tilþrifum og nail polish remover. 
vel gert Hildur, right. 

síðan í morgun.. sólin skín eins og enginn sé morgundagurinn og allt að gerast. 
Hvað er ég búin að eyða seinustu tveimur klukkustundum í ? þurrka fokkin metylrósanilin af hurðinni.. hún varð skyndilega fjólublá.. ég er búin að sitja á baðgólfinu og nudda tannkremi óspart á hurðina, spreyja bleach vökva, nota nail polish remover og vatn. Hún er núna á einum parti skemmtilega ljósfjólublá. Æðislegt. 

fannst þetta gott tilefni til að blogga. 

Annars er lífið bara þokkalegt. 

love and peace from londrés, Hilrag. 


No comments: