Wednesday, September 8, 2010

shoe porn



ég held það sé ekki hægt að eiga of mikið af fallegum skóm.
x, hilrag.
ps. einvera jeffrey campbell, thoughts?

8 comments:

Edda said...

Mér finnst alveg gaman að þær séu að fá JC, svo lengi sem að þær panta lítið magn af hverri týpu! Ég myndi hata ef að allir væru í sömu JC skónum, þar sem að næstum allir skórnir eru mjög spes. En ég er spennt að sjá hvað þær fá, vonandi ekki Lita!!

ólöf said...

haha nei það held ég að sé ekki hægt! ég held varla að það sé hægt að eiga nóg af flottum skóm, það er svo óóóótrúlega mikið framboð á fallegum skóm til..:) sætir þessir flauels;)

já ég segi eiginlega með Eddu að ég voni að það komi ekki inn of mikið magn, en gaman að þær séu að fá Jeffrey Campbell:) mér finnst Lita svo fallegir! en ég get ekki gengið í svona háu..reyndar er svo margt frá honum svo hátt (og svo fallegt) og ég er svo há fyrir að það er svolítið erfitt..:/

Thorhildur said...

ooomg fínir þessir flauels! En já ég spurðist fyrir um þetta og þær ætla alls ekki að taka inn marga af hverjum, það er bæði ekki þeirra stefna og þær bara hafa ekki pláss fyrir þá því lagerinn er svo lítill, sem betur fer!

x

HILRAG said...

já það er mjög gaman að það sé komið til íslands og líka að lagerinn sé lítill. Fíla þetta, þarf að fara kíkja þangað.
líka alveg pínu ánægð með að þær fái ekki Lita eins og ég keypti, haha.

En Ólöf, mér finnst alveg rosalega flott þegar hávaxnar stelpur eru í háum skóm! i say go 4 it :D

ólöf said...

haha já mér finnst það alveg flott á öðrum, finnst það bara svolítið óþægilegt hjá sjálfri mér og enda alltaf á að nota þá lítið sem ekkert og bara í kringum aðra hávaxna :$ en takk, kannski fæ ég einhvern daginn sjálfstraustið í það og þá splæsi ég pari á mig:) en so far á ég 8 cm hæðst..;)

Svana said...

Ég er mjög spennt að kíkja á úrvalið í Einveru, væri til í eitt par:)

En nono ekki séns að eiga of mikið af skóm ekki sénsþ

p.s fékk ég bara alla böggarana á mitt Einveru blogg hahaha, allir svo jákvæðir hér:)

p.s.2- sá þig í bænum um daginn Hildur, mjög skondið því mér fannst ég eiginlega þurfa að segja hæ við þig en ákvað að sleppa því... Búin að fylgjast svo lengi með blogginu að mér fannst ég kannast of vel við þig:)

-S

Sara said...

Fyndið að segja ða þú hafi fengið alla böggarana á bloggið þitt Svana. Það voru nokkrir að reyna að benda fólki vinsamlegast á það að í Einveru eru stundum seld fjöldaframleidd föt sem fást miklu ódýrari í öðrum búðum á Íslandi. Þetta voru ekki ljót komment heldur bara ætluð til að vara fólk við ef það vildi geta sparað peningana sína. Eða ég las það út úr þessu. Þú meikaðir þetta samt ekki og eyddir þeim út...ógeðslega asnalegt þó að þú hafir fullan rétt enda þitt blogg. En kemur samt út eins og þú sért svo mikil sleikja að þú meikir ekki að hafa neitt komment sem er mögulega að setja út á þær. Leiðinlegt að það megi ekki benda fólki á það að það getur i einhverjum tilvikum keypt þessi föt ódýrari í t.d KIss eða öðrum búðum.. það var enginn að setja út á nýju skóna hjá þeim eða þeirra hönnun.

HILRAG said...

svana, haha ég veit hvað þú átt við. Manni finnst maður þekkja alla sem maður les bloggið hjá. Þú segir hæ næst, haha :D

Sara, en mikið og ég kann að meta að fólk sé að kommenta á bloggið mitt, þá er ég ekkert sérstaklega ánægð með að fólk sé með neikvæð komment út í aðra á blogginu mínu. Ég hef heyrt þessar sögur með Einveru eins og allir en ég veit ekkert hvort þær eru sannar eða ekki. Mér finnst það samt ekki koma málinu við, þegar ég spurði hvað "ykkur" finndist um að þær væru komnar með Jeffrey Campbell í búðina sína.

ást og friður maður.