Tuesday, October 12, 2010

havana lipstick


hver ætlar að gefa mér þennan gorge varalit frá Make up store?
það er ekkert grín að vera fátækur námsmaður.
x, hilrag.

11 comments:

steingerdur said...

Keypti svipaðan varalit í Hókus Pókus fyrir tveimur árum á 500 kr. Veit ekki hvort hann sé enn þá til. Næstum allir dökku chanel varalitirnir koma líka á Forvals útsöluna á 2000 kr, keypti allavega slíka tvö síðustu skipti.(Hún er á hálfs árs fresti)

Edda said...

hann er svo flottur! ég yrði samt kannski eins og goth með hann

Hildur said...

Hann er geðveikur! Elin Kling er líka svo mikil gella..

Margrét said...

Sjúkur...! Held þú myndir rokka þennan lit eins og Ms.Kling.

ólöf said...

oh ég veit.

Frekar óþolandi að vera fátækur námsmaður, haha.

Unknown said...

Ég á Underworl frá MAC, hann er svona á litin, elskann! Hvað kosta varalitinir frá Make up Store?

Elísabet Gunnarsdóttir said...

Eitt er víst að þú tækir þig allavega hrikalega vel út með hann !!
Sjúkur.

Berglind said...

Mér datt allt í einu eitt í hug þegar ég las þetta hjá þér - ég keypti einhverntímann fyrr á árinu tvö stykki af svona kremuðum augnskuggum frá E.L.F. í gegnum Shop Boutique á litlar 400 kr stykkið. Ég hef reyndar lítið notað þá sem augnskugga því þeir eru aðeins of blautir fyrir mitt leyti, en ég hef notað þá frekar sem varaliti.

En já allavega ég prófaði rétt í þessu þennan dökka hérna (http://www.shopcouture.is/fatnadur?page=shop.product_details&flypage=flypage.tpl&product_id=802&category_id=2) á varirnar og hann kemur alveg fáranlega vel út. Ég prófaði að setja smá púður yfir hann til þess að gera hann mattari, en ég gæti trúað að það sé mjög töff að nota rauða lit undir þennan brúna til að fá djúpari effect.

En annars er ég líka fátækur námsmaður og þar af leiðandi leita ég mér allra leiða til þess að spara pening án þess að þurfa neita sjálfri mér um of mikið:)

The Bloomwoods said...

oh svo flottur!
ég er líka samt alltaf svo hrædd um að líta út eins og goth! haha
H

Unknown said...

Þú munt rokka þennan varalit, kauptan!

HILRAG said...

steingerður: úlala, hvenær er þessi útsala næst? haha

Thanks Allar - ég á undir 5000kr til lifa fram að jólum svo það verður víst enginn varalitur keyptur í bili.

Berglind, góð hugmynd hjá þér!

goth eru kúl maður ;D