Monday, October 4, 2010




Lonely hearts

Monki

AllSaints


Topshop



Net a porter.

af hverju virðist það vera gjörsamlega ómögulegt að finna almennilegan, fallegan, þægilegan og ódýran brjóstahaldara á Íslandi. Er mér að yfirsjást einhver búð?
Þoli ekki hvað það eru allir bh í boði hérna með púðum svo að brjóstin nái upp að höku og einhverjum fokking spöngum, helst úr satíni og með hlébarðamynstri. Gooosh. haha.
Hints and tips eru vel þegin, annars verð ég bara panta mér af netinu.
Ég er mjög sérvitur á nærföt.
x, hilrag.


10 comments:

Edda said...

Vá hvað ég er sammála þér! Mér líkar ekki vel við svona rosa pushup dæmi og það virðist vera það eina sem til er heima .. Ég kaupi mér aldrei nærföt hér heima því ég finn engin, en kannski er einhver búð sem ég veit ekki af heldur. En þessi lonely hearts brjóstahaldari er to die for! Mig langar svo í

Margrét said...

hahaha ég hló upphátt, mjög svo satt hjá þér. Satín og hlébarðamunstur, það er toppurinn ;)

Erna Hrund said...

ég er svo ótrúlega sammála þér! er þessa stundina obsessed með að finna mér þægilegan BH á ebay:)

Anna Margrét said...

Vertu nú bara glöð að þú þurfir ekki heilt víravirki til að halda barminum þægum, á sínum stað.
Sussu bía, ekki gaman.

Push up eða ekki, það er glatað að leita að undirfötum á íslandi.:-(

Sara said...

Sammála! En svo er líka ein ástæða fyrir því að konur eiga erfitt með að finna sér góðan brjóstahaldara er af því að þær eru í vitlausri stærð. Meirihluti kvenna er í vitlausri brjóstahaldara stærð. Fáðu aðstoð og mælingu næst þegar þú ferð að versla þér undirföt, gæti komið þér á óvart! :)

Asta Drofn said...

Ég var að láta kaupa fyrir mig tvo spangarlausa í Victoria secret. Keypti einn frá þeim fyrir löngu og hann er orðin gegnum slitinn :)
En það er alveg ómögulegt að finna almennilega á Íslandi..

Anonymous said...

keypti einmitt tvo spangar og púðarlausa brjóstahaldara í monki..annar er alveg eins og þessi svarti nema húðlitaður..æðislegir og ekki dýrir!! nauðsynlegt fyrir þær sem þurfa ekki stuðning og vilja ekki einhverja skoru upp í háls..hehe

Kata said...

ótrúlega fallegir brjóstahaldarar/toppar...
og VÁ hvað ég er sammála!! Sérstaklega þegar maður er í minni kantinum og þarf nánast ekki að halda neinu uppi, þá er tilgangslaust að hafa spangirnar, að ég tala nú ekki um púðana sem eru aldrei að fara að bæta miklu við =) en maður er nú samt líka glaður að þurfa þetta ekki...

ólöf said...

virkilega fallegir brjóstahaldarar..mér finnst samt ofboðslega óþægilegt að vera í svona gegnsæjum toppum sem halda engu á sínum stað..ég þoli reyndar ekki þessa púða og push up brjóstahaldara og erfitt að rampa á góða hérna heima - og ef maður finnur hann þá kostar hann milljón (eða svona rétt tæplega..haha) ..

metta said...

Ég keypti mér tvenna brjósthaldara á rúman 5þús kall í debenhams. Þeir eru reyndar með spöng en þeir eru virkilega þægilegir, annar þeirra er svona hvít/blár röndóttur og hinn bara hvítur, mjög fallegir og bara plain