Þykist vera nokkuð viss um að allir hafi einhvern tímann sagt þennan geysivinsæla frasa.
"ég get ekki farið út í kvöld.. ég á ekkert til að fara í" and so on.Ég er ansi dugleg í að nota þetta.
Ég var að taka til í fataskápnum mínum og ég nánast skammast mín fyrir að hafa sagt þetta.
veit ekki hvort ég á óeðlilega mikið af fötum eða venjulega mikið.. eða kannski ekki svo mikið á miðað við íslenskar kaupsjúkar stelpur. En ég gæti hins vegar miklu frekar hugsað mér að fá pening fyrir þessi föt og kaupa mér föt sem ég á eftir að nota ( í takmarkaðan tíma og selja þau svo og kaupa meiri.. og aftur. og aftur... og aftur)
Þess vegna stefni ég á að vera með fatamarkað í kolaportinu sem fyrst. (hugsa 6.mars - auglýsi nánar á bloggi og fb.)
Aldrei að vita nema þessi föt sem ég á gætu fengið nýja eiganda sem veitir þeim nýtt og spennandi líf í staðinn fyrir að dúsa í fataskápnum mínum að eilífu. ;)
Oh jæja. nú er að fara yfir skápadraslið mitt. Ég er haldin alvarlegri söfnunaráráttu.
Plís, réttu upp hönd ef þú átt gamla fermingarkertið þitt?... og alla bíómiðana þína síðan 1700&súrkál? no joke.
ástogfriður,hilrag.
3 comments:
Haha ég nota þessa línu óspart
Vá ég þarf líka svo mikið að fara losa mig við gömul föt...og græða pening fyrir nýjum!
Myndin sem þú notar í blogginu er eins og einstaklega fínt listaverk. Like !!
Gaman að fylgjast með þér sæta stelpa...
Það er snilld að skella sér í Kolaportið og losa sig við þetta! Stefni á að gera það sama á næstunni...
En ég er tiltölulega nýbúin að brenna mitt fermingarkerti svo þú ert ekki ein þar á bæ, en þetta með bíómiðana er brillíant! :)
Gaman að skoða bloggið þitt sæta!
-Lilja Björk (ZARA)
Post a Comment