Monday, January 11, 2010


ég er orðin hringa sjúk. Hef einhvern aldrei lagt það í vana minn að ganga með hring, en hef samt sankað að mér nokkrum fallegum yfir árin. Laangaði svolítið að taka svona mynd inspired af Olsen twins en ég er með ljótuna í dag svo þið fáið bara mynd af fingrunum mínum.
Keypti mér tvo nýja hringa í dag á útsölu ( i ♥ sales )frekar hrikaleg mynd eeeen.. hringurinn á litla puttanum er uppáhalds, hann er svona kúla sem var með vatni og glimmeri í sem ég fékk frá Afa Dóra fyrir möööörgum árum, hann passar bara á litla putta núna og allt vatnið er farið. Held líka svolítið uppá þennan rauða því ég keypti hann í barnadeildinni í Gift Shop á Victoria&Albert safninu þegar við fórum þangað bekkurinn í Fashion Styling þegar ég bjó úti í London. Ah.. good times.

vantar bara gullfallega Zette ring sem ég fékk frá Odie, en hann lenti í smá slysi á Austur eitt kvöldið og er núna í viðgerð.

Hinir eru nú bara frá h&m og Urban Outfitters og fl... en allir voða fínir (:

ætla að fara horfa á einhverja heiladauða mynd..

Ást og friður, Hilrag.

No comments: