Thursday, April 22, 2010


Gleðilegt sumar!
f
annst þessi mynd eiginlega aðeins of epískt til að sleppa henni.
Ég keypti mér þennan fína bol í zara í sumargjöf frá sjálfri mér. (algjörlega leyfilegt!)
Svo fengum við Odie te, teketil og brjóstsykur frá te&kaffi frá elskulegum foreldrum mínum.

ég er loksins búin að ná að púsla saman námsplaninu fyrir sumarið og haustið,
stefni á að útskrifast næstu jól. Sem eru miklar gleðifréttir. Ég er strax byrjuð að hugsa um útskriftarkjól... sem er fullkomnlega eðlilegt!

Horfi á fantastic Mr. Fox í gær. Hún er æði!
gotta love Clooney maður.
stutt blogg í dag. Ætla að reyna gera eitthvað productive í kvöld.. hmm.
fenguð þið/gáfuð þið eitthvað fallegt í sumargjöf? : )
x, hilrag.



1 comment:

ólöf said...

auðvitað er leyfilegt að gefa sjálfum sér sumargjöf og byrja snemma að hugsa um útskriftarkjól (myndi samt bíða með að kaupa hann, því það væri leiðinlegt ef allt í einu í nóvember sæiru einhvern mikið flottari)..ég fékk yndislega sumargjöf! ég fékk Litla Prinsinn frá mömmu og pabba, sem ég er mjög ánægð með því ég er að safna barnabókum og þessi hefur lengi verið á listanum, enda brilliant bók - get ekki beðið eftir að lesa hann fyrir litla frænda/frænku sem er væntanlegt í júlí!!! nú og svo er ég búin að komast að hvað ég fæ í útskriftargjöf (var að komast að því að ég fengi yfirhöfuð útskriftargjöf..ég er nú bara að útskrifast úr fornámi) og það eru útskriftarskórnir sjálfir!! garg..mjög sátt=) bara svona deila því með þér haha